Aðalsteinn Jónsson á heimleið með fyrsta loðnufarminn

Aðalsteinn Jónsson SU 11 hélt loks til loðnuveiða í nótt eftir að verkfalli sjómanna var aflýst, en sjómenn samþykktu í gær nýjan kjarasamning eftir tæplega tíu vikna verkfall. Að sögn Daða Þorsteinssonar, skipstjóra á Aðalsteini Jónssyni var veiðin á miðunum mjög góð í nótt og er skipið á heimleið með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar. Skipið er væntanlegt við bryggju um miðnætti í kvöld.

Aðalsteinn Jónsson II SU 211 mun svo halda til veiða í kvöld, en áhöfnin á Jóni Kjartanssyni hefur verið færð yfir á gamla Aðalstein meðan á loðnuvertíð stendur.

 

Ljósm. : Gungör Gunnar Tamzok