eskja_logo

Eskja hf á Eskifirði er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.  Í 70 ár hefur félagið verið kjölfesta atvinnulífs á Eskifirði og starfrækir nú 3 skip, eina fullkomnustu fiskimjölsverksmiðju í Norður Atlantshafi og bolfiskvinnslu – sem vinnur ferskan fisk á kröfuhörðustu markaði heims.  Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns.

Það er yfirlýst stefna félagsins að standa í fremstu röð í framleiðslu á gæðaafurðum úr hráefni sem hefur fengið bestu mögulegu meðhöndlun í vinnsluferlinu.  Félagið leggur mikinn metnað í fræðslu og endurmenntun starfsmanna sinna.