Gæðastefna

Það er markmið Eskju hf. að vera leiðandi á sínu sviði og uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina sinna. Til að tryggja það markmið er lögð áhersla á bestu mögulegu gæði hráefnis og afurða allt til neytenda. Fylgt er þeim lögum og reglugerðum sem við eiga hverju sinni.

Fyrirtækið nýtir bestu framleiðslutækni sem býðst á hverjum tíma. Stuðst er við þau gæðakerfi sem best tryggja að markmið fyrirtækisins í gæðamálum hverju sinni nái fram að ganga. Rekjanleiki afurða frá neytenda til veiðistaðar er tryggður. Það er stefna Eskju hf. að allir starfsmenn fyrirtækisins fái þá þjálfun og menntun sem þeir þarfnast til að þeir geti sinnt starfi sínu af ánægju og nái að sýna hæfni í starfi þannig að væntingar viðskiptavina og starfsmanna fari ávallt saman.

Umhverfisstefna

Það er stefna Eskju að allir þættir í starfsemi fyrirtækisins séu í sem bestri sátt við umhverfi sitt. Fyrirtækið umgengst auðlindir og umhverfið af ábyrgð og samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru. Ávallt er stefnt að hámarks nýtingu hráefna og orkugjafa. Fyrirtækið leitast við að nota efni, rekstrarvörur og umbúðir sem eru umhverfisvænar. Úrgangi og losun frá skipum og deildum er leitast við að halda í lágmarki og að til þess sé séð að losun úrgangs sé ætíð á þann hátt að ekki valdi skaða í náttúru eða umhverfi.
Allt starfsfólk Eskju er meðvitað um umhverfisstefnu þess og fær það tækifæri til að taka þátt í mótun og þróun hennar þannig að þeir sjái hag sinn og fyrirtækisins fara saman.