Góður gangur á loðnuvertíð

Góður gangur hefur verið á loðnumiðunum síðustu daga en loðnuflotinn hefur verið að fiska út af Grindavík. Aðalsteinn Jónsson SU 11 kom í land snemma í morgun með fullfermi sem verið er að land í mjöl-og lýsisvinnslu Eskju. Að sögn Daða Þorsteinssonar, skipstjóra á Aðalsteini er gert ráð fyrir að hluti aflans verði skorin til hrognatöku til að prufa hrognalínu nýja uppsjávarfrystihúsins.

Jón Kjartansson SU 111 er nú á landleið með fullfermi til löndunar á Vopnafirði. Skipið hóf veiðar um 18 í gærkvöldi og var lagt af stað klukkan 06 í morgun til löndunar. Skipið er væntanlegt til Vopnafjarðar á snemma á morgun. Að sögn Grétars Rögnvarsson, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni var afli í kasti að jafnaði um 500-600 tonn.

 

Myndina tók Sævar Guðnason kokkur á Jóni Kjartansson af Aðalsteini Jónssyni þegar skipin mættust í gær, annar á heimleið og hinn á leiðinni á miðin.