Konur í sjávarútvegi heimsóttu Eskju

Í dag fékk Eskja skemmtilega heimsókn frá rúmlega tuttugu hressum konum úr félaginu, Konur í sjávarútvegi, sem nú eru á ferðalagi um Austurlandið. Heimsóknin byrjaði í Dahlshúsinu snemma í morgunsárið þar sem að Jens Garðar tók á móti þeim með drykk og góðu spjalli um sjávarútveginn á Austurlandinu. Í kjölfari var farið og skoðað lýsis- og mjölvinnslu Eskju og nýja uppsjávarfrystihúsið. Þessi skemmtilega heimsókn endað í hádegisverði á Randúlfssjóhúsi áður en þær héldu á næsta áfangastað. Við þökkum þessum frábæru konum kærlega fyrir komuna á Eskifjörð og óskum þeim alls hins besta.

Félagið Konur í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 og er félaginu ætlað að vera vettvangur fyrir konur sem starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum. Markmið félgsins er að búa til tengslanet fyrir konur sem starfa á þessu sviði, koma á samvinnu á milli þeirra og sinna kynningu á greininni. Tilgangurinn með starfinu er að efla konur sem starfa í sjávarútvegi og gera þær sýnilegar jafnt innan greinarinnar sem utan.