MJÖL OG LÝSISVINNSLA

Mjöl- og lýsisvinnsla Eskju hóf starfsemi árið 1952 með rekstri lítillar beinamjölsverksmiðju. Þegar síldveiðar komast í algleyming út af Austfjörðum uppúr 1960 er gamla verksmiðjan orðin alltof lítil og árið 1966 er byggð ný mjög öflug verksmiðja sem síðan hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun 1994 og árið 2000 með uppsetningu nýrra soðkjarnatækja.  Árið 2013 var lokið við rafvæðingu verksmiðjunnar ásamt því að byggt var hreinsivirki, skorsteinn og nýtt starfsmannahús og skrifstofur.

Afköst eru 1.100 tonn af hráefni á sólarhring og hægt er að geyma allt að 20.000 tonn af mjöli og lýsi í geymslum verksmiðjunnar í einu. Starfsmenn eru að jafnaði um 20 og er unnið á vöktun allan sólarhringinn.

Verksmiðjan er búin öllum þeim besta tækja- og tæknibúnaði sem fáanlegur er til framleiðslu mjöl- og lýsisafurða og getur hún með loftþurrkun við lágan hita framleitt hágæðamjöl sem m.a. er notað til framleiðslu fiskeldisfóðurs. Þá tryggir þessi búnaður að hin hvimleiða mengun sem gjarnan fylgdi þessari vinnslu er úr sögunni.

Gæðakröfur í vinnslunni eru miklar og rekur verksmiðjan eigin rannsóknastofu auk þess að styðjast við HACCP gæðakerfi sem tryggir að afurðir Mjöl- og lýsisvinnslunnar séu ávallt af þeim gæðum sem viðskiptvinir hennar óska. Vinnslan fékk í ársbyrjun 2004 FEMAS vottun á framleiðslu sína fyrst verksmiðja á Íslandi.  Einnig er verksmiðjan IFFO RS vottuð og HC vottuð.

Yfirmaður mjöl og lýsisvinnslu er Haukur Jónsson Sími: 470 6040 / gsm 894 1182 / hj@eskja.is