Starfsmenn í viðhaldi fiskvinnsluvéla (Baader)

Starfsmenn í viðhaldi fiskvinnsluvéla (Baader)

Við óskum eftir starfsmönnum til að sinna viðhaldi vinnslutækja í nýju uppsjávarfrystihúsi félagsins á Eskifirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið
Starfið felur í sér viðhald, eftirlit og viðgerðir Baader-véla. Vinnu við fyrirbyggjandi viðhald ásamt samstarfi við rekstrar- og tæknifólk.

Menntunar og hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af viðhaldi véla og tækja. Umsækjendur með reynslu og þekkingu á Baader-vélum eru í forgangi. Iðnmenntun er æskileg en reynsla og þekking er mikilsmetin.

Aðrar kröfur sem gerðar eru til umsækjenda:

  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Vilji til að leita stöðugra endurbóta
  • Hæfni til að starfa í teymi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni

 

Laun
Unnið verður á vöktum og í tímavinnu og verða laun greidd samkvæmt kjara- og vinnustaðasamningi.

Umsóknir og nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Erna Þorsteinsdóttir (erna@eskja.is). Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu fyrirtækisins: www.eskja.is. Umsóknarblöð er að finna undir flipanum Fyrirtækið -> Atvinnuumsókn.

Starfsferilskrá skal fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.