Eskja tók á móti 28 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni

Nú hafa flest uppsjávarskip íslenska flotans lokið loðnuveiðum þetta árið með góðum árangri og eru menn almennt mjög sáttir með veiði og vinnslu að vertíðarlokum. En Eskjuskipin kláruðu sinn loðnukvóta í síðustu viku og er nú komnir á kolmunaveiðar. 

Páll Snorrason, framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju segir að vel hafi gengið á öllum vígstöðum Eskju á vertíðinni ,,Þessi loðnuvertíð gekk mjög vel hjá Eskju. Aðalsteinn Jónsson kom inn til löndunar með síðastu hrognaloðnuna þann 14 mars síðastliðinn. Okkar skip fiskuðu tæp 23 þúsund tonn allt í allt á vertíðinni og var Aðalsteinn Jónsson með um 10,5 þúsund tonn af því, Jón Kjartans 9 þús tonn og Aðalsteinn Jónsson II 3,5 þúsund tonn. Þar að auki landaði grænlenska skipið Qavak 1450 tonnum af hrognaloðnu og Norðborg frá Færeyjum landaði rúmlega 1000 tonnum í uppsjávarfrystihúsið okkar. Norsku skipin lönduðu samkvæmt mínu bókhaldi um 8,2 þúsund tonnum hjá okkur á meðan á verkfallinu stóð. Við tókum því á móti um 28 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni sem var ýmist fryst í nýju uppsjávarfrystihúsi félagsins, brædd í mjöl- og lýsisvinnslunni eða unnin úr henni hrogn. Þannig við eru mjög ánægð með vertíðina.“

Öll þrjú skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson og Aðalsteinn Jónsson II er nú á kolmunaveiðum á Rockhall svæðinu og hefur veiði gengið vel.