Framsækið fyrirtæki í sjávarútvegi

Við sérhæfum okkur í veiðum á uppsjávarfiski og bjóðum upp á hágæðavörur úr loðnu, makríl, kolmunna og síld.
meira um vörur okkar
Fullnýting aflans
Allur fiskur sem verður afgangs í vinnslunni er nýttur til framleiðslu á mjöli og olíu. Þannig nýtum við allt hráefnið til fullnustu.

Eskja starfrækir fimm skip og uppsjávarvinnsla fyrirtækisins er ein sú fullkomnasta í Norður-Atlantshafi.
Horfa á myndbandið

Við notum græna orku og leggjum ríka áherslu á að ástunda sjálfbærar og ábyrgar fiskveiðar.
meira um sjálfbærni
Í sátt við umhverfið
Það er stefna okkar að reka starfsemi Eskju af virðingu fyrir lífríki sjávar og náttúrunni allri.

Við höfum skrifað undir samfélagsstefnu sjávarútvegsins og munum innleiða hana í allri okkar starfsemi.
Meira um samfélagsstefnuna.
Hluti af samfélagi
Við tryggjum jöfn tækifæri, virðum fjölbreytileika og erum virk í verkefnum sem varða uppbyggingu í nærsamfélagi okkar.
